Les Femmes Fatales

föstudagur, nóvember 24, 2006

Litlu jól 2006

Sælar.
Ég var að velta því fyrir mér hvort það væri ekki stemning fyrir því að halda smá litlu jól eins og við gerðum í fyrra. Þá myndum við hittast heima hjá einhverjum og allir koma með lítinn pakka (fyrir ca. 500 kr) og svo borðum við saman og höfum það notalegt.
Hvernig hentar 20. desember öllum? Ég held að við höfum haft það í kringum þann tíma í fyrra og mér fannst voðalega notalegt að taka mér smá pásu frá jólaamstrinu, man ég, og slappa af í góðra vina hópi.
Spurning líka hvort að við bjóðum strákunum með.
Komið með ykkar komment.

þriðjudagur, október 31, 2006

Frétti af hittingnum

Sælar skvísur
Vildi bara afsaka mig á því að ég hefði ekki komið á sunnudaginn... frétti þetta aðeins of seint og var þá komin með plön sorry, við Stebbi vorum svo lengi búin að vera á leiðinni í heimsókn til systur hans og vorum ákkúrat á leiðinni þangað á sunnudag, þar sem við síðan fórum með littla Stebbann og vin hans í barnabíó. En trúi ekki öðru en að það hafi verið svaka gaman hjá ykkur og jafnvel fullt af slúðri.;o)
kv. edda

mánudagur, október 02, 2006

Takk fyrir síðast -

mikið var gaman að hittast öll á laugardaginn:)
Ég ætla að standa við mitt og vera með hitting í næstu viku. Til þess að það verði nú eitthvað úr þessu megið þið endilega setja inn hvaða daga þið eruð lausar og komist. Ég er bæði að til í að hafa hitting á virku kvöldi og helgina14-15.
Gæti til dæmis verið gaman að elda saman:)
Hvað segið þið?

sunnudagur, september 10, 2006

Hittingur

Hæ stelpur. Fyrst hittingurinn í dag datt upp fyrir vil ég endilega finna nýjan dag í vikunni þar sem allir geta komið. Hvenær eruð þið lausar?

fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Djamm 9. sept.

Hvernig er stemmningin fyrir djammi þann 9. september? Alltof langt síðan við höfum gert eitthvað svoleiðis saman. Kommentið og látið vita!

mánudagur, júlí 24, 2006

Sendi hlýjar kveðjur

frá NY city. Búið að vera hreint yndislegt frí- sem er rétt að byrja. Vona að allt sé gott að frétta af ykkur.
Knúsar Gréta

fimmtudagur, júlí 13, 2006

Þar sem......................

fáir komast á föstudag erum við Beta búnar að ákveða að slá hitting á frest. Þið megið endilega pósta inn hvenær þið eruð lausar svo við getum fundið annan tíma
Kv Gréta