Les Femmes Fatales

föstudagur, nóvember 24, 2006

Litlu jól 2006

Sælar.
Ég var að velta því fyrir mér hvort það væri ekki stemning fyrir því að halda smá litlu jól eins og við gerðum í fyrra. Þá myndum við hittast heima hjá einhverjum og allir koma með lítinn pakka (fyrir ca. 500 kr) og svo borðum við saman og höfum það notalegt.
Hvernig hentar 20. desember öllum? Ég held að við höfum haft það í kringum þann tíma í fyrra og mér fannst voðalega notalegt að taka mér smá pásu frá jólaamstrinu, man ég, og slappa af í góðra vina hópi.
Spurning líka hvort að við bjóðum strákunum með.
Komið með ykkar komment.

12 Comments:

 • At 9:53 f.h., Blogger Gréta said…

  Vei vei!!! Ég er til :)

   
 • At 9:57 f.h., Blogger Gunnhildur said…

  Já flott, bíður sig einhver fram til að hýsa dæmið.
  Ég væri alveg til í að hafa þetta stelpuhitting

   
 • At 10:16 f.h., Blogger Inga said…

  Ég verð með! :)

   
 • At 2:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Já mér lýst vel á... ég einmitt nefndi það við Ingu og Grétu hjá Elínu að ég gæti alveg hóstað... þetta er líka svona pínu að verða árlegur viðburður hjá mér :) hehehe en eigum við ekki bara hvíla okkur á strákunum ;o)hehe já eða gefa þeim frí frá okkur... og hittast bara við stelpurnar og slúðra endlaust að hætti stúlkna...hehehe. Væri gaman ef við myndum bara leggja pening í púkk og svo gæti ég alveg verslað og eldað það sem við viljum hafa. Endilega komið með hugmyndir af mat. Mér lýst líka vel á pakkaleikinn 500. kr. á mann... Ég hlakka svo til... ég hlakka alltaf sov tiiiiil... kv. edbó

   
 • At 8:29 f.h., Blogger Elisabet said…

  Frábært hjá þér Edda! Eigum við samt ekki allar að hjálpast að við að elda? Mér finnst pínu óréttlátt að þú sért að standa í aðalvinnunni.
  Hvað með að við höfum eitthvað einstaklega ójólalegt? Ég sting uppá fajitas.

   
 • At 2:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

  ég fékk rosa góða uppskrift í dag svona í mexíkóstíl, ég skal bara sjá um að elda þar sem ég verð hvort sem er í fríi 20. des í vinnunni þetta er líka einföld uppskrift alls ekkert óréttlátt mér finnst þetta líka bara skemmtilegt :) kv. edbó

   
 • At 3:07 e.h., Blogger Gréta said…

  Þú ert alltaf svo dugleg Edda.

   
 • At 10:49 f.h., Blogger Elisabet said…

  Þú ert æði, Edda

   
 • At 8:24 e.h., Blogger Inga said…

  Frábært! Ég hlakka til :) :) :)
  Inga

   
 • At 9:11 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  Klukkan hvað viljum við hafa matarboðið? kv. Edda

   
 • At 9:01 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

  er ekki flott að byrja í fyrra fallinu t.d kl 18:30 eða 19. Hvað segið þið?
  kv.gk

   
 • At 9:03 f.h., Blogger Elisabet said…

  Ég hef enga sérstaka skoðun á því svosem. Hvað bara um kl. sjö? Eða fyrr? Sex?

   

Skrifa ummæli

<< Home