Les Femmes Fatales

föstudagur, nóvember 24, 2006

Litlu jól 2006

Sælar.
Ég var að velta því fyrir mér hvort það væri ekki stemning fyrir því að halda smá litlu jól eins og við gerðum í fyrra. Þá myndum við hittast heima hjá einhverjum og allir koma með lítinn pakka (fyrir ca. 500 kr) og svo borðum við saman og höfum það notalegt.
Hvernig hentar 20. desember öllum? Ég held að við höfum haft það í kringum þann tíma í fyrra og mér fannst voðalega notalegt að taka mér smá pásu frá jólaamstrinu, man ég, og slappa af í góðra vina hópi.
Spurning líka hvort að við bjóðum strákunum með.
Komið með ykkar komment.