Les Femmes Fatales

þriðjudagur, október 31, 2006

Frétti af hittingnum

Sælar skvísur
Vildi bara afsaka mig á því að ég hefði ekki komið á sunnudaginn... frétti þetta aðeins of seint og var þá komin með plön sorry, við Stebbi vorum svo lengi búin að vera á leiðinni í heimsókn til systur hans og vorum ákkúrat á leiðinni þangað á sunnudag, þar sem við síðan fórum með littla Stebbann og vin hans í barnabíó. En trúi ekki öðru en að það hafi verið svaka gaman hjá ykkur og jafnvel fullt af slúðri.;o)
kv. edda

mánudagur, október 02, 2006

Takk fyrir síðast -

mikið var gaman að hittast öll á laugardaginn:)
Ég ætla að standa við mitt og vera með hitting í næstu viku. Til þess að það verði nú eitthvað úr þessu megið þið endilega setja inn hvaða daga þið eruð lausar og komist. Ég er bæði að til í að hafa hitting á virku kvöldi og helgina14-15.
Gæti til dæmis verið gaman að elda saman:)
Hvað segið þið?