Les Femmes Fatales

mánudagur, júlí 24, 2006

Sendi hlýjar kveðjur

frá NY city. Búið að vera hreint yndislegt frí- sem er rétt að byrja. Vona að allt sé gott að frétta af ykkur.
Knúsar Gréta

fimmtudagur, júlí 13, 2006

Þar sem......................

fáir komast á föstudag erum við Beta búnar að ákveða að slá hitting á frest. Þið megið endilega pósta inn hvenær þið eruð lausar svo við getum fundið annan tíma
Kv Gréta

föstudagur, júlí 07, 2006

Hittingur next friday

Sælar stúlkur
Við Elísabet vorum að ræða saman og ákváðum að plana hitting á föstudaginn í næstu viku. Vorum að hugsa að um að við gætum öll borðað saman og gert eitthvað skemmtilegt áður en við Inga förum í sumarfrí.
Endilega látið vita hvernig ykkur lýst á þetta svo við getum planað hverjir koma og hvar við eigum að vera.
Kveðja
Frú Gréta :)

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Útilega í sumar!

Eitthvað hafði verið minnst á mögulega útileguferð okkar stúlkna+kærasta/unnusta/eiginmanna í sumar en ekkert hafði verið ákveðið. Ég er að spá hvort einhver áhugi sér fyrir hendi fyrir henni? Ég er persónulega mjög til í að kíkja eitthvert út fyrir bæinn í eina eða tvær nætur.
Það er spurning, ef áhuginn er fyrir hendi, hvaða helgar henti og svona. Fyrir mína parta hentar helgin 15-16 júlí mjög vel.
Látið í ykkur heyra!