Les Femmes Fatales

miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Myndasíða

Ég var að setja myndir inn á nýja myndasíðu Flickr.com. Vonandi líkar ykkur vel. Ég setti þetta upp þannig að þetta er sameiginlegur reikingur, ég þurfti því að stofna sameiginlegt email hjá Yahoo (þessi síða tengist Yahoo) og er addressan bloggerfemmes@yahoo.com, ég sendi ykkur password og svoleiðis í emaili. Ég er að spá hvort að ykkur sé ekki alveg örugglega sama þó að síðan sé opin, annars er hægt að læsa ákveðnum myndum, látið mig bara vita eða farið og gerið það sjálfar eftir að ég er búin að láta ykkur fá passorðið. Svo er ég að spá hvort þið viljið setja fleiri myndir þarna inn, getið líka bara sent mér í vinnuemailið mitt og ég get komið þeim þarna inn.
Ég þorði ekki að setja myndirnar hans James þarna þar sem þau albúm eru læst og hann kannski vill ekki fá þær á almenna síðu. Annars setti ég link á myndasíðuna hans, vonandi eruð þið með passwordið á hana annars getur James líklega gefið ykkur það.

Ég setti svona "badge" eins og það heitir sem linkar yfir á myndirnar okkar á Flickr, þetta sér maður á flestum síðum nú til dags. Ef þið hafið eitthvað á móti því að andlitin ykkar sjáist á síðunni þá er lítið mál að taka þetta badge af, mér fannst það bara sniðugt.

laugardagur, nóvember 26, 2005

Tilhamingju með daginn stúlkur mínar

Í tilefni dagsins sendi ég ykkur "nýja" afmælissönginn eins og hann er kallaður á Laufásborg, en hann þykir mun skemmtilegri en sá "gamli" þar sem maður fær að klappa alveg helling með:)
Gunnhildur og Beta eiga afmæli í dag
Gunnhildur og Beta eiga afmæli í dag
Gunnhildur og Beta eiga afmæli í dag
Gunnhildur og Beta eiga afmæli í dag
Tralalala la la la la (klappa með)
Tralalala la la la la (klappa með)
Tralalala la la la la (klappa með)
Tralalala la la la.................
Þær eru 25 ára í dag
Þær eru 25 ára í dag
Þær eru 25 ára í dag
Þær eru 25 ára í dag
Tralalalalalalaa...........................
Njótiði dagsins! Ég sé að það er ekki ekki rigning en sem komið er svo þið hafið verið stilltar á seinasta ári:)
Knúsar Gréta

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Afmælisbrunch

Stelpur, ég er að spá í að bjóða ykkur í smá "brunch" á Grettisgötunni á sunnudaginn. Mæting mundi vera ca 14.
Endilega látið mig vita hverjir komast. (Inga, Gréta, þið þyrftuð ekki að vera lengi, veit að það er mikið að gera en það væri ofsa gaman að sjá ykkur).

föstudagur, nóvember 11, 2005

ÉG ER BÚIN AÐ ÁKVEÐA!!!

Jæja stúlkur ég er BÚIN AÐ ÁKVEÐA að ég ÆTLA að ákveða hitting í desember... ætla bara að frekjast með það ;o)... jæja málið er að ég er búin að hugsa marg sniðugt og er að nota útilokunaraðferðinar á þetta til að finna eitthvað rosa sniðugt... málið er bara að finna tíma fyrir þetta sem HELST ALLIR komast... mér er sama hvort þetta er kvöld eða dagur.. þurfum kannski svona 2- 3 tíma í þetta en ykkur er alveg endalaust velkomið að vera lengur en það auðvitað... það sem kom fyrst upp í hugann hjá mér var að hittast heima hjá mér á sunnudegi... þá um daginn og var að hugsa hvort að einhver sunnudagur gengur upp hjá ykkur??? Hvernig er það???... ef ekki...??? þá er ég til í virkt kvöld... ég veit að margir eru MJÖG busy og MIKIÐ PLANAÐIR í desember mánuði þess vegna vil ég vera snemma í þessu :o)... mig langar svo mikið að hafa svona jólagleði... KOMIÐ MEÐ DAGSETNINGAR... er í lagi að ég láti ykkur borga ákveðin pening inn á mig í þennan hitting og ég kaup það sem til þarf... þá verður þetta líka bar smá sörpræs :o)... bíð spennt eftir því að heyra frá ykkur :o) bleble

mánudagur, nóvember 07, 2005

Desember skipulagning gengin í garð :o)

Jæja stelpur ég hef ákveðið svona í ljósi þess hversu erfitt er alltaf hjá okkur að finna tíma og ákveða hitting... að byrja snemma að skipuleggja hitting í desember sem ég á að fá að ákveða. Hvenær eruð þið uppteknar? Hvenær eruð þið ekki Uppteknar? Hvenær eru próf? Hvenær komið þið heim frá útlöndum(ELín)? og fl... koma svo finnum tíma :O)