Les Femmes Fatales

þriðjudagur, maí 31, 2005

JÆja stelpur...

ég er loksins búin að ákveð hvað ég ætla að gera 11. júní. Ég er búin að ákveða að hafa smá útskriftarteiti fyrir vinina og nokkra fjölskyldumeðlimi... verður smá svona bara opið hús því að auðvitað eru svo margir félagar að útskrifast sama daginn! sem eru velkomnir líka! Ég er að hugsa um að teitið byrji svona um 20 í ásnum og langar að bjóða ykkur skvísunum og auðvitað köllunum ykkar líka :o) það væri alveg geggjað að fá ykkur til að gleðjast memms þennan dag :o) endilega látið mig vita hvort þið komist eða ekki :o) heyri í ykkur.

p.s. hvenær er næsta kaffihúsaferð... átti hún ekki alltaf að vera einu sinni í viku

fimmtudagur, maí 19, 2005

Sælar stúlkur

Það voru mikilir fagnaðarfundir á Kastrup 12 mai síðastliðinn. Við tók sólarhringur í tjilli en síðan var stefnan tekin á París, borg ástarinnar. Ferðin var yndisleg. Ef einhver ykkar hefur ekki komið þangað þá skulið þið skrifa það efst á óskalistann! Við gerðum alveg ótrúlega mikið enda hefur borgin upp á mikið að bjóða. Við fórum upp á Sigurbogan, í sightseeing ferðir, siglingu á Signu, kíktum á Louvre, Notre Dame, Pompedou, Sacre Coeur og Jim Morrison svo eitthvað sé nefnt. Svo fórum við að sjálfsögðu upp að Eiffel og meira að segja alveg upp í topp. Útsýnið þar var engu líkt!! Við hittum líka Berg og fórum út að borða með honum og vini hans. Sýni ykkur myndir og segi ykkur ferðasöguna þegar ég kem heim. Annars er ég núna að tjilla á æskuslóðum. Er búin að fara aðeins að skoða í búðir á Strikinu og kíkja á söfn. Hitti Bill Clinton á strikinu í gær. Í kvöld er Svenni búinn að bjóða mér á tónleika með dönsku hljómsveitinni HUSH. Það verður gaman. Það er ekki alveg komið sumar hérna en það hlýtur nú að fara að koma að því. Sendi knúsa til ykkra allra. Hafiði það gott einkum þú Betty mín, Davíð þinn verður komin heim áður en þú veist af:)
Kveðja
Gréta

miðvikudagur, maí 18, 2005

:(

Hæ stúlkur! Innilega til hamingju með próflok og skólalok. Hvenær eruð þið Inga og Edda svo að fara til útlanda? Eruð þið nokkuð farnar?

Mín er annars voða döpur núna. Davíð er farinn á sjó svo ég verð grasekkja næstu tíu daga. Það er frekar leiðinlegt:(

Það væri gaman að fá smá póst frá ykkur öllum, vita hvað er í gangi hjá hverri og einni og svona. Ætli Gréta kíki á þetta úti í Danmörku? Þá væri gaman að heyra frá henni líka.

Á svo ekki að horfa á Eurovision??

föstudagur, maí 13, 2005

hæ skvísur....

Innilega til hamingju EDDA! Þetta hlýtur að vera besta tilfinning í heimi...bara búin! Ég var einmitt að klára mitt síðasta próf í gær....ekkert smá fegin!!! ...það er æði að vera komin í sumarfrí!!!...geta sofið út, slappað af og farið í ræktina þegar mér hentar ;) vonandi eigi þið allar góða helgi skvísur ;) ...bless í bili.

Föstudagurinn 13!

Jeijeijei... ég er svo glöð og ánægð í dag... með bros allan hringinn og dularfulla gæsahúð... og ástæðan fyrir því er sú að núna rétt áðan kláraði ég mín munnlegu skil í stærðfræði sem þýðir einnig að ég er búin með ALLT í Kennaraháskóla Íslands til B.Ed.-prófs :o)))jeijeeijei :o)))))))

laugardagur, maí 07, 2005

Breytt plan...

Jæja stelpur... það er víst aðeins búið að breytast hjá mér planið... ég og familían... erum búin að breyta 11. júní og það verður bara familí-dinner þann daginn... þannig að ég verð að segja að ég er hætt við grillið SORRY skvísur... grillum bara einhvern tímann seinna saman ;o)

þriðjudagur, maí 03, 2005

Jæja...KHÍ að ljúka

Jæja skvísur í gær fór eddí í sínar síðustu kennslustundir í Kennaraháskóla Íslands ;o) allt bara að klárast... lokaverkefnið alveg að verða svo bjútiful og leiðsagnakennarinn svo ánægður með það að hann hefur hvatt okkur til þess að hafa samband við námsgagnastofnun... og öll verkefnið búin fyrir utan munnlegt próf í ísl. 11. maí og svo fékk ég ásamt nokkrum að flýta munnlega prófinu í stæ. frá 17. til 13. maí sem þýðir að eddí klárar KHÍ FÖSTUDAGINN 13. HAHAHA LOL og þaðan verður haldið beint í tjúttið í sveitinni með Yngri barna sviðinu... sem ég og Gústi félagi eigum að plana ;o) jei...hræædd ummmm það að það verði hvítvín við hönd hjá eddí og það getur verið hættulegt...hehe...jei...var ráðin í dag áfram á Foldakoti... allavega til áramóta... og já svo er útskriftin laugardaginn 11. júní... vona að þið séuð ekki uppteknar þá... já það er allt að gerast :o))) jeijeijei gangi ykkur vel skvísur í baráttunni...og muna berjast í þessu :o) og munið:

GLeðin er eins og ljósið; ef þú kveikir á því fyrir aðra skín það á sjálfa þig :o)