Les Femmes Fatales

mánudagur, janúar 31, 2005

Myndir frá Ingu og Grétu komnar á netið :o)

Ótrúlegt blogg

Ég er að lesa alveg ótrúlegt blogg sem ég rakst á fyrir algera tilviljun. Þetta er stelpa í Kanda, þegar bloggið byrjar er hún 21 árs og í college. Eldri systir hennar framdi sjálfsmorð fyrir tæpu ári og hún er að reyna að halda áfram að klóra sig í gegnum lífið. Það sem þessi stúlka hefur ekki lent í!! Eiturlyf, besta vinkona sem er krakk fíkill og hóra, misnotkun (hljómar eins og hún sé bara að búa þetta til en ég held ekki eftir að hafa lesið það) ...og samt er hún bara eðlileg og talar (eða skrifar) eins og eðlileg ung manneskja (fyrir utan þá kafla þar sem hún er að lýsa fyrri reynslum sínum, að sjálfsögðu).
Hún kallar sig Methybeth, kíkið á hana ef ykkur leiðist einhverntíma. Þessi linkur tekur ykkur á archivana, klikkið neðst ef þið viljið byrja frá byrjun. Fullkomin síða til að lesa þegar manni leiðist í vinnunni!

sunnudagur, janúar 30, 2005

Takk fyrir mig....

Hæ stelpur!
Mig langaði bara að þakka ykkur innilega fyrir gærkvöldið :) Þetta var ofboðslega gaman og huggulegt. Kokkurinn fær líka hrós fyrir góðan mat...takk kærlega fyrir mig ;)

fimmtudagur, janúar 27, 2005

MAtur patur...

ÉG BÝÐ Í MAT!!! en þið megið koma með snakkerí með ölinu og Jackson...!!! En ég sé alfarið um matinn... nei þið þurfið ekki að borga í honum... ÉG BÝÐ :o)... þið bara bjóðið síðar í staðinn sem þýðir.... alveg um næstum hvað... já 6 matarboð FUNFUNFUN :o)

JÆja... tjúttið :o)

Jæja stelpur sorry hvað ég svara seint... en svona er þetta að vera að kenna... maður barasta kemst ekkert í tölvu fyrr en eftir skóla... en já ég hafði hugsað mér bara sko að bjóða ykkur í mat... ég er til í að hafa svona stelpufíling í þessu... og já... ég bara elda eitthvað einfalt og gott(vonandi;o)) og síðan er það bara gleðin með Michael... en Beta ég set þig í nefnd að sjá um tónlistina hans :o)
Er eitthvað sem þið bara alls ekki borðið... eins og ég er með ananasinn :/ ójojjjjjj... látið mig vita... og hvað segiði bara svona um að hittast kl. 19:00 hjá mér :o) ???
Jæja Inga og Beta eru búnar að leggja orð í belg.
Hugmyndir eru uppi um stelpudjamm heima hjá Eddu og elda eitthvað einfalt en gott.
Hvað segja Gunnhildur og Edda um málið?

Djammmmm

Hi girlys :)
Varðandi helgina þá væri ég alveg til í að prufa að vera hjá þér Edda. Þú verður samt að segja til ef þú vilt það ekki....alveg hreinskilin! Mér finnst að við ættum að elda eitthvað "gott... en auðvelt" og ég væri til í að vera bara stelpur! Þetta er mín tillaga...hver er ykkar???
....verum búnar að setja línurnar fyrir dagslok! ;)

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Laugardagurinn

Ég segi að við ákveðum eftirfarandi fyrir lok morgundagsins:
1. Hverjir ætla að koma
2. Ætlum við að elda og hvað
3. Hvar eigum við að vera
Eins og ég sagði um daginn þá er möguleiki að vera hér en ég er líka til í að vera annars staðar. Verum nú bara duglegar að leggja inn komment og ákveða
Kveðja Gréta

Varðandi laugardaginn....

jæja stelpur nú er aldeilis farið að styttast í laugardaginn... en... við ekki ennþá alveg komnar með plan :/ en já... ég var að spá sko settið verður heima í ásnum... og ég hafði hugsað mér að við yrðum niðri hjá mér... og var jafnvel að hugsa um að við myndum borða saman... og taka svo taxann í bæinn eftir spjallið og Michael Jackson tjútt... en þar sem við getum orðið allt upp í 10 er kannski spurning um að að við hittumst já hjá þér Gréta eins og þú komst með uppástungu um... þangað er stutt fyrir bæjarfólkið að koma... og stutt í djammið down town... og enginn leigubílakostnaður fyrir flesta :o)... annars hvað segiði... þið segið voða lítið svona... ákveðið... við erum allar eitthvað til í allt ;o) svoldið fyndið alltaf!

sunnudagur, janúar 23, 2005

jæja...

jæja skvísur... við getum hugsanlega hist hérna hjá mér ef þið viljið en ég er reyndar svoldið mikið langt frá miðbænum...??? þannig að ... og er þetta bara stelpudjamm...eða?...???

föstudagur, janúar 21, 2005

Tjúttið 29. janúar...

Jæja stúlkur... nú styttist í djammið okkar... og ég var að velta því fyrir mér hvar við ætlum að hittast... er einhver kannski alveg æstur í að bjóða heim til sín ;o)... eða hvað??? Hvað segiði?

Bóndagur

Jæja þá er loksins kominn föstudagur....alltaf jafn ljúft að klára vikuna og byrja helgina....JÍHA! Hvað segið þið stúlkur sem eruð með karlmann...hvað á að gera fyrir bóndann í tilefni dagsins? Ég er alveg glórulaus....verð að fara að leggja heilann í bleyti! Gréta ætlar að bjóða Svenna í bústað um helgina, er búin að kaupa pakka fyrir hann, skipurleggja góðan mat og allt (...vona bara að Svenni sé ekki að sníglast inn á bloggið okkar....þá er ég búin að eyðileggja allt)! ... held nú ekki að mér takist að slá þetta út en ég verð að finna e-ð sætt :) Annars óska ég ykkur öllum bara góða helgi :)
Knús, knús

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Alexander

Jæja, ég skellti mér samt í gær á Alexander og verð að segja að ég var fegin að vera ekki að borga fullt miðaverð fyrir hana. Jared Leto var samt ansi flottur þó að hann hafi átt að vera hommi. Yumm.
Hún var nú alveg í lengsta lagi, svoldið mikið af óþarfa atriðum og teygingum á lopanum. All í allt mundi ég gefa henni eina og hálfa stjörnu, eina fyrir bardagaatriðin og þess hálfu fyrir að hafa Jared Leto beran að ofan í einu atriði (hefði getað fengið meira ef þeir hefðu haft hann beran að ofan aðeins oftar).

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Ég frétti hjá Ingu að James væri búinn að sjá hana og honum fannst hún væri ekki vera þess virði að fara á. Hún fékk vist heldur ekki góða dóma og er 3 tímar að lengd (hlé ekki talið með....).

Bíó í kvöld?

Hæ gellur.
Ég var að spá hvort einhverjum langar að koma með mér í kvöld að sjá Alexander á hálfvirði. Mamma er í þessum Sambíóklúbb og hún ætlar ekki að nota miðana sína. Það er víst hægt að kaupa eins marga miða og maður vill (innan eðlilegra marka). Davíð greyið liggur veikur heima þannig að ég var að spá í stelpuferð en auðvitað eru strákar velkomnir ef þeir eru spenntir fyrir myndinni.
Sýningin er klukkan 20:30 í kvöld, hvað segið þið stelpur? Colin Farell og Jared Leto!!

laugardagur, janúar 15, 2005

Var að skoða linkana hjá þér Beta. Sýnist þú vera með nokkur ljóð inni á ljóð.is- er það ekki svo?

Þá er það ákveðið

að 29. jánúar næstkomandi verður les femmes djamm.
Jihhhaaaaaaaaaaaaa!!!
Núna verða allir að muna að skrifa það i dagbókina svo planið fari ekki í vaskinn:)
Sælar að sinni stúlkur og góða helgi:)

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Linkar

Ég lagaði linkinn yfir á Eddu blogg. Setti líka inn Mbl.is, látið mig endilega vita hvað þið viljið fá þarna fleira, sendið mér bara slóðina í emaili og hún verður sett upp, ekkert er of furðulegt.

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Sælar stúlkur. Ég var að spá hvort við ættum ekki að fara að djamma saman bráðlega. Hvað segir fólk til dæmis um seinustu helgina í janúar?

edda inni...

jæaj eddí er kominn inn... laus við vesenið... allir linkarnir eru að virka nema reyndar yfir á mína síðu... og svo er spurning um að setja linka kannksi á t.d. mbl... , skóla, nemendaráðssíður, vinnustaði... msn- games, og ýmiss konar tónlist..,. svona tillaga... bara... hearja...

Stöð 2 og Idol

Sáuð þið Amazing race í gær? Ekkert smá flott allt frá Íslandi! Þeir hefðu samt alveg mátt fara eitthvað smá útfyrir Suðurlandið og tala kannski um eitthvað annað en ice þetta og ice hitt í sambandi við Ísland. Að vísu var foss þarna og svo Bláa lónið en á milli þess var Vatnajökull, Jökulsárlón og ísklifur.

Talandi um þætti á Stöð 2, ætlar einhver ykkar að horfa á Idol á föstudaginn? Mamma og pabbi er nýhætt með stöðina og ég gæti lent í Idol vandræðum, er að reyna að redda einhverju. Ég veit samt ekki alveg hversu spennt ég er, bara tveir strákar í úrslitunum og hvorugur þeirra neitt myndarlegur. En ætli maður gefi þessu ekki séns núna í einn eða tvo þætti og sjái hvort þetta sé þess virði að drösla sér á Glaumbar á hverju föstudagskvöldi til þess að fylgjast með. Hvað finnst ykkur?

Allir komnir?

Ég er ekki viss um hvort Edda sé ennþá í einhverju veseni, nafnið hennar birtist allavega hérna til hliðar svo það virðist sem allt sé í lagi en hún þarf bara að láta mig vita ef svo er ekki.
Hvernig lýst ykkur annars á linkana sem ég setti á hliðarbarinn? Látið mig endilega vita í emaili hverju þið viljið bæta við. Allar uppástungur velkomnar.

mánudagur, janúar 10, 2005

Má líka mín vegna
Má alveg skipta um nafn mín vegna
gréta

Fint fint

Já mjög gott að skipta um nafn mín vegna :o)

Velkomnar

Sælar, bara að prófa, á eftir að bjóða ykkur svo. Þessi titill er langtum skárri en sá á gömlu síðunni okkar